Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   sun 30. mars 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir: Rashford og O'Reilly bestir - Stefán Teitur góður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Preston
Það fóru tveir leikir fram í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag og hefur Sky Sports gefið leikmönnum einkunnir.

Stefán Teitur Þórðarson var í liði Preston North End sem tapaði 0-3 á heimavelli gegn Aston Villa. Stefán Teitur klúðraði góðu færi í leiknum en var líflegur og fær 6 í einkunn hjá Sky. Enginn samherji hans fær hærri einkunn en það.

Marcus Rashford skoraði tvennu og var valinn sem besti leikmaður vallarins, með 8 í einkunn. Jacob Ramsey, Morgan Rogers og Lucas Digne fengu einnig 8 í einkunn fyrir sinn þátt í sigrinum.

Manchester City er líka komið áfram í undanúrslitin eftir sigur á útivelli gegn Bournemouth, þar sem bakvörðurinn ungi Nico O'Reilly var besti leikmaður vallarins.

O'Reilly kom inn í hálfleik og átti magnaðan síðari hálfleik þar sem hann var afar líflegur og lagði bæði mörk Man City upp, það fyrra fyrir Erling Haaland og seinna fyrir Omar Marmoush sem var sjálfur nýlega kominn inn af bekknum.

Justin Kluivert var besti leikmaður Bournemouth í leiknum með 7 í einkunn, en O'Reilly fékk 9 fyrir sinn þátt. Jack Grealish og Marmoush stóðu sig mjög vel eftir að hafa komið inn af bekknum og fá 8 í einkunn, á meðan Haaland fær 7 eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu og dauðafæri en honum tókst þó að skora eitt.

Preston: Cornell (5), Meghoma (6), Whiteman (6), Keane (6), Riis (6), Frokjaer (6), Brady (6), Storey (5), Hughes (5), Gibson (6), Þórðarson (6)
Varamenn: Osmajic (6), Lindsay (6), Evans (6), Carrol (6), Mawene (6)

Aston Villa: Martinez (7), Cash (7), Konsa (7), Mings (7), Digne (8), Tielemans (6), Kamara (7), Asensio (6), Rogers (8), Ramsey (8), Rashford (8)
Varamenn: McGinn (7), Watkins (6), Onana (7), Malen (7)



Bournemouth:
Kepa (6), Zabarnyi (6), Soler (6), Senesi (6), Kluivert (7), Cook (5), Christie (6), Adams (5), Semenyo (6), Brooks (6), Evanilson (6)
Varamenn: Ouattara (5), Scott (5), Smith (6)

Man City: Ederson (7), Nunes (5), Khusanov (6) Dias (7), Gvardiol (7), Gundogan (7), Kovacic (7), De Bruyne (7), Bernardo (7), Foden (6), Haaland (7)
Varamenn: Marmoush (8), O'Reilly (9), Grealish (8), Neco (7)
Athugasemdir
banner
banner