UPPFÆRT: APRÍLGABB
Welska fótboltafélagið Wrexham A.F.C. og Tommi’s Burger Joint hafa komist að samkomulagi um að Tommi’s Burger Joint verði aðalstyrktaraðili karla - og kvennaliðs félagsins frá næsta tímabili 2025-2026 til fimm ára.
Þetta þýðir að merki og ásýnd Tommi’s Burger Joint mun prýða búninga félagsins, heimavöllur liðsins mun heita Wrexham's Tommi’s Burger Joint Stadium og hamborgarar frá Tommi’s Burger Joint verða seldir á vellinum svo einhvað sé nefnt.
Þetta þýðir að merki og ásýnd Tommi’s Burger Joint mun prýða búninga félagsins, heimavöllur liðsins mun heita Wrexham's Tommi’s Burger Joint Stadium og hamborgarar frá Tommi’s Burger Joint verða seldir á vellinum svo einhvað sé nefnt.
Eins og kunnugt er eiga Hollywood stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney Wrexham og hafa náð undraverðum árangri með karlaliðið frá því þeir keyptu félagið í nóvember 2020. Sem stendur er liðið í öðru sæti C-deidarinnar í Bretlandi eftir að hafa verið í E-deildinni þegar Ryan og Rob keyptu það. Taldar eru góðar líkur á því að liðið fari beint upp í B-deildina í vor og draumurinn um að komast upp í úrvalsdeildina ekki langt undan. Kvennalið Wrexham er enginn eftirbátur karlanna og er sem stendur í þriðja sæti welsku úrvalsdeildarinnar.
Þetta er risastór samningur fyrir Tommi’s Burger Joint sem er nú að hasla sér frekari völl á Bretlandseyjum. Að sögn Tómasar Tómassonar stofnanda Tommi’s Burger Joint þá er einnig vonast til þess að samningurinn virki vel fyrir Tommi’s í Bandaríkjunum þar sem Wrexham á sér dygga aðdáendur í kjölfar “Welcome to Wrexham” þáttana sem hafa verið sýndir á FX sjónvarpsstöðinni þar við miklar vinsældir.
„Þetta er stór dagur fyrir Tommi’s og það verður gaman að komast aftur inn í fótboltann sem var svo stór hluti af fyrstu skrefum Tommaborgara á sínum tíma," segir Tómas aðspurður og vitnar þá í hið goðsagnakennda Tommamót í Vestmannaeyjum þar sem margt íslenskt knattspyrnufólkið steig sín fyrstu skref. Einn þeirra sem vakti athygli á Tommamótinu á sínum tíma var enginn annar en Eiður Smári Guðjohnsen sem var markakóngur mótsins 1988 með 26 mörk. Eiður Smári hefur verið ráðgjafi Tommi’s við gerð samstarfssamningsins við Wrexham.
Þau Ryan Reynolds, Rob McElhenney, Tómas, Eiður Smári og Kaleen Allyn, ein af stjórnendum Wrexham, munu undirrita samstarfsamninginn á Hamborgarabúllu Tómasar Geirsgötu klukkan 15.00 í dag og kynna nýjan búning félagsins með Tommi’s Burger Joint merkinu. Undirritunin verður einnig í beinni útsendingu á YouTube rás Wrexham.
Uppfært: Um aprílgabb var að ræða
Athugasemdir