Davíð Snær Jóhannsson skoraði í fyrstu umferð í næst efstu deild í Noregi í kvöld.
Álasund fékk Lilleström í heimsókn en Lilleström féll úr efstu deild á síðustu leiktíð en Álasund hafnaði í 9. sæti í næst efstu deild. Álasund komst yfir snemma leiks en Lilleström jafnaði metin stuttu síðar.
Álasund fékk Lilleström í heimsókn en Lilleström féll úr efstu deild á síðustu leiktíð en Álasund hafnaði í 9. sæti í næst efstu deild. Álasund komst yfir snemma leiks en Lilleström jafnaði metin stuttu síðar.
Davíð kom Álasund aftur í forystu eftir 25. mínútna leik en aftur svaraði Lilleström fyrir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. 2-2 lokatölur. Ólafur Guðmundsson sat allan tímann á bekknum hjá Álasund.
Óskar Borgþórsson byrjaði á bekknum þegar Sogndal tapaði 2-1 gegn Start. Sogndal komst yfir með marki úr vítaspyrnu eftir aðeins tveggja mínútna leik. Start jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik og sigurmarkið kom snemma í seinni hálfleik. Óskar kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik.
Róbert Frosti Þorkelsson gekk til liðs við sænska liðsins GAIS frá Stjörnunni í vetur. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins sem tapaði á svekkjandi hátt gegn AIK í efstu deild í kvöld. Sigurmarkið kom á annarri mínútu í uppbótatíma.
FCK heldur spennu í titilbaráttunni í Danmörku eftir 1-0 sigur á Randers. Liðið er stigi á eftir Midtjylland. Sem fyrr var Rúnar Alex Rúnarsson utan hóps hjá FCK.
Athugasemdir