Átjánda umferð deildartímabilsins í enska kvennaboltanum var spiluð í dag, þar sem Dagný Brynjarsdóttir lék í frábæru jafntefli West Ham United á útivelli gegn toppliði Chelsea.
Chelsea komst í tveggja marka forystu og var Dagnýju skipt inn af bekknum á 35. mínútu, í stöðunni 2-0 fyrir heimakonur.
West Ham spilaði flottan leik eftir að Dagný kom inn af bekknum og tókst að jafna metin í 2-2. Það er magnað afrek í ljósi þess að Englandsmeistarar Chelsea höfðu sigrað alla leiki sína á deildartímabilinu til þessa nema tvo, sem lauk einnig með jafntefli.
Chelsea er með 48 stig eftir 18 umferðir, sex stigum fyrir ofan Arsenal og Manchester United í toppbaráttunni þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.
Dagný og stöllur í liði West Ham sigla lygnan sjó í sjöunda sæti, með 19 stitg eftir 18 umferðir.
Arsenal og Man Utd unnu leiki sína í dag, þar sem Bethany Mead var atkvæðamest með tvennu í auðveldum sigri Arsenal á meðan Dominique Janssen og Grace Clinton sáu um markaskorun Rauðu djöflanna.
Liverpool tapaði á heimavelli gegn Aston Villa á meðan Manchester City kom, sá og sigraði í Brighton.
María Þórisdóttir lék í tapi Brighton gegn Man City á meðan Hlín Eiríksdóttir lék í jafntefli Leicester City gegn Tottenham, eins og var greint frá fyrr í dag.
Chelsea 2 - 2 West Ham
Man Utd 2 - 0 Everton
Brighton 1 - 2 Man City
Crystal Palace 0 - 4 Arsenal
Leicester 1 - 1 Tottenham
Liverpool 1 - 2 Aston Villa
Stöðutaflan
England
England - konur

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Chelsea W | 18 | 15 | 3 | 0 | 49 | 13 | +36 | 48 |
2 | Arsenal W | 18 | 13 | 3 | 2 | 49 | 13 | +36 | 42 |
3 | Manchester Utd W | 18 | 13 | 3 | 2 | 36 | 9 | +27 | 42 |
4 | Manchester City W | 18 | 11 | 2 | 5 | 40 | 23 | +17 | 35 |
5 | Brighton W | 18 | 6 | 4 | 8 | 26 | 32 | -6 | 22 |
6 | Liverpool W | 18 | 6 | 3 | 9 | 18 | 31 | -13 | 21 |
7 | West Ham W | 18 | 5 | 4 | 9 | 25 | 33 | -8 | 19 |
8 | Everton W | 18 | 5 | 4 | 9 | 18 | 27 | -9 | 19 |
9 | Tottenham W | 18 | 5 | 3 | 10 | 21 | 37 | -16 | 18 |
10 | Leicester City W | 18 | 4 | 4 | 10 | 14 | 27 | -13 | 16 |
11 | Aston Villa W | 18 | 3 | 4 | 11 | 18 | 37 | -19 | 13 |
12 | Crystal Palace W | 18 | 2 | 3 | 13 | 15 | 47 | -32 | 9 |
Athugasemdir