Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jorge Jesus tilbúinn til að taka við Brasilíu í lok maí
Mynd: EPA
Dorival Júnior var rekinn úr þjálfarastöðu brasilíska landsliðsins eftir vandræðalegt tap gegn Argentínu í undankeppni HM.

Carlo Ancelotti er talinn vera efstur á óskalista brasilíska fótboltasambandsins, en Ítalanum líður vel hjá Real Madrid þar sem nokkrar stjörnur úr brasilíska landsliðinu spila saman. Hann er samningsbundinn Real til sumarsins 2026.

Jorge Jesus er þá meðal efstu manna og segir fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano hann vera áhugasaman. Jesus er tilbúinn til að taka við landsliðsþjálfarastarfinu eftir að sádi-arabíska tímabilinu lýkur.

Jesus er þjálfari stjörnum prýdds stórveldis Al-Hilal, sem er fjórum stigum á eftir Al-Ittihad í titilbaráttunni.

Samningur Jesus við Al-Hilal rennur út í sumar og virðist Jesus vera spenntari fyrir því að taka við Brasilíu heldur en að stýra Al-Hilal á HM félagsliða, þar sem liðið er í riðli með Real Madrid, Pachuca og Red Bull Salzburg.

Ancelotti virðist hins vegar gríðarlega spenntur fyrir því að stýra Real Madrid á HM félagsliða í sumar.

Jesus er tilbúinn til að taka við landsliðinu í lok maí, eftir síðasta deildarleik Al-Hilal.
Athugasemdir
banner
banner
banner