„Ef allt er eðlilegt þá verður hann efnilegasti leikmaður tímabilsins í sumar og fer út í haust," segir Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður ÍA, um hinn nítján ára gamla Hauk Andra Haraldsson.
Haukur er bróðir landsliðsmannsins Hákonar Arnars og var einnig í herbúðum Lille en fyrr á árinu keypti ÍA hann frá franska félaginu. Það er mikil tilhlökkun að sjá Hauk í Bestu deildinni og Gunnlaugur Jónsson valdi hann á sérstakan lista yfir leikmenn sem spennandi verður að fylgjast með.
Haukur er bróðir landsliðsmannsins Hákonar Arnars og var einnig í herbúðum Lille en fyrr á árinu keypti ÍA hann frá franska félaginu. Það er mikil tilhlökkun að sjá Hauk í Bestu deildinni og Gunnlaugur Jónsson valdi hann á sérstakan lista yfir leikmenn sem spennandi verður að fylgjast með.
„Haukur er þannig leikmaður að þegar hann er settur inn á völlinn þá er hann gjörsamlega að gefa allt í það verkefni sem hann er í hverju sinni. Hann er þessi tasmaníudjöfull á miðjunni sem hjálpar við varnar- og sóknarleik. Það sem fólk tekur ekki endilega eftir er að hann er ekki ólíkur Hákoni hvað varðar varnarpressu, hann er alltaf mættur," segir Andri í Niðurtalningunni.
„Ef Haukur hefur trú á sjálfum sér getur hann tekið yfir leikina. Það er mikilvægt að hann finni þessa trú. Ég gæti alveg trúað því að það hafi verið svekkjandi fyrir ungan mann að hlutirnir gengu ekki upp hjá Lille en hann er kominn á gott skrið og það verður rosalega gaman að fylgjast með honum," segir Sverrir Mar Smárason í sama þætti.
Haukur lék nýlega sína fyrstu U21 landsleiki og óhætt er að segja að hann hafi sýnt hæfileika sína. „Ég held að framkvæmdastjórinn hafi þurft að slökkva á símanum sínum eftir þennan U21 leik. Hann logaði," segir Andri en Haukur Andri skoraði og átti tvær stoðsendingar í stórsigri gegn Skotlandi.
Athugasemdir