Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane ekki með hugann við úrvalsdeildina - „Veit ekki hvaðan þetta kemur"
Mynd: EPA
Harry Kane, framherji Bayern, hefur verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina en hann hefur m.a. verið orðaður við Liverpool.

Þessi 31 árs gamli enski landsliðsmaður gekk til liðs við Bayern árið 2023 frá Tottenham og hefur skorað 77 mörk í 83 leikjum.

„Ég hef alltaf sagt að ég vill ekki hugsa of langt fram í tímann. Ég er mjög ánægður hérna, við erum með stórkostlegt lið og þjálfarateymi. Á meðan ég er í mínu besta formi vil ég spila á hæsta stigi, þetta er eins og hátt og það verður," sagði Kane.

„Það eru nokkrar handahófskenndar sögur þarna úti. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur, éeg er ánægður hjá Bayern Munchen."


Athugasemdir
banner
banner