Tímabilið hjá Man Utd í úrvalsdeildinni heldur áfram að vera mikil vonbrigði en liðið tapaði gegn Nottingham Forest í kvöld.
Man Utd var mun meira með boltann og skapaði sér svo sannarlega tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki.
Man Utd var mun meira með boltann og skapaði sér svo sannarlega tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki.
„Við stjórnuðum leiknum en við vissum að þetta lið gæti skorað mörk upp úr engu. Þegar þeir skoruðu breyttum við aðeins til. VIð fengum góðar stöður en síðasta sendingin var ekki til staðar. Þegar það er ekki til staðar skorum við ekki," sagði Amorim.
„Svona hefur tímabilið verið. Við áttum mörg skot á markið, við ýttum andstæðingnum niður á síðasta en okkur skorti gæði þar. Við þurfum að vinna leiki og við áttum meira skilið út úr þessu. Það er okkur að kenna, við þurfum að vera betri. Við hefðum átt að vinna, ekki einu bara ná jafntefli en að lokum töpuðum við þremur stigum."
Athugasemdir