UEFA, fótboltasamband Evrópu, ætlar að skoða fjármál Chelsea og þá aðallega sölu á kvennaliði félagsins sem var selt til BlueCo, eigenda Chelsea.
Á mánudaginn greindi Chelsea frá því að félagið hefði skilað hagnaði upp á 128,4 milljónir punda en ástæðan fyrir hagnaðnum er helst sú að kvennaliðið var aðskilið frá karlaliðinu og selt sem séreining til BlueCo.
Félagið gaf það út að aukin tækifæri fylgdu því að geta gert styrktarsamninga fyrir liðin í sitthvoru lagi.
Á mánudaginn greindi Chelsea frá því að félagið hefði skilað hagnaði upp á 128,4 milljónir punda en ástæðan fyrir hagnaðnum er helst sú að kvennaliðið var aðskilið frá karlaliðinu og selt sem séreining til BlueCo.
Félagið gaf það út að aukin tækifæri fylgdu því að geta gert styrktarsamninga fyrir liðin í sitthvoru lagi.
En með þessu skrefi þá nær Chelsea að halda sér innan ramma frjárhagsreglna ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni. Í fyrri uppgjörum voru hótel seld til systurfyrirtækis Chelsea undir BlueCo með svipuðum hætti.
Enska úrvalsdeildin greindi frá því fyrr á árinu að Chelsea hefði staðist fjárhagsreglur en UEFA ætlar að fara nánar í saumana á þessum viðskiptaháttum félagsins sem margir telja að séu vafasamir.
Athugasemdir