Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   sun 30. mars 2025 16:42
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Barcelona aftur komið með þriggja stiga forystu - Lewandowski skoraði tvö
Robert Lewandowski skoraði tvö og er kominn með 25 mörk í deildinni
Robert Lewandowski skoraði tvö og er kominn með 25 mörk í deildinni
Mynd: EPA
Spænska stórliðið Barcelona vann 4-1 sigur á Girona í 29. umferð La Liga á Ólympíuleikvanginum í Barcelona í dag.

Barcelona var að spila annan deildarleik sinn á fjórum dögum en liðið vann frábæran sigur á Osasuna á fimmtudag og fylgdi honum vel á eftir.

Börsungar tóku forystuna á lokamínútum fyrri hálfleiks er boltinn fór af Ladislav Krejci eftir skalla Lamine Yamal en Arnaut Danjuma jafnaði fyrir Girona snemma í síðari.

Pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði tvö mörk á sextán mínútna kafla. Sá verið heitur á tímabilinu en hann er markahæstur í deildinni með 25 mörk, þremur meira en Kylian Mbappe hjá Real Madrid.

Ferran Torres, sem hefur einnig verið að gera vel undanfarið, gerði fjórða og síðasta mark Börsunga þegar skammt var til leiksloka.

Barcelona er aftur komið með þriggja stiga forystu á Real Madrid í titilbaráttunni en Girona er í 13. sæti með 34 stig, sjö stigum frá fallsæti.

Barcelona 4 - 1 Girona
1-0 Ladislav Krejci ('43 , sjálfsmark)
1-1 Arnaut Danjuma ('53 )
2-1 Robert Lewandowski ('61 )
3-1 Robert Lewandowski ('77 )
4-1 Ferran Torres ('86 )

Getafe 1 - 2 Villarreal
0-1 Ayoze Perez ('15 )
1-1 Carles Perez ('29 )
1-2 Thierno Barry ('33 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 29 21 3 5 82 28 +54 66
2 Real Madrid 29 19 6 4 62 29 +33 63
3 Atletico Madrid 29 16 9 4 47 23 +24 57
4 Athletic 29 14 11 4 46 24 +22 53
5 Villarreal 28 13 8 7 51 39 +12 47
6 Betis 29 13 8 8 40 36 +4 47
7 Vallecano 29 10 10 9 33 31 +2 40
8 Celta 29 11 7 11 42 42 0 40
9 Mallorca 29 11 7 11 28 35 -7 40
10 Real Sociedad 29 11 5 13 27 31 -4 38
11 Getafe 29 9 9 11 26 25 +1 36
12 Sevilla 29 9 9 11 33 39 -6 36
13 Osasuna 29 7 13 9 33 42 -9 34
14 Girona 29 9 7 13 37 45 -8 34
15 Valencia 29 7 10 12 32 46 -14 31
16 Espanyol 28 7 8 13 27 40 -13 29
17 Alaves 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Leganes 29 6 9 14 28 46 -18 27
19 Las Palmas 29 6 8 15 33 48 -15 26
20 Valladolid 29 4 4 21 19 65 -46 16
Athugasemdir
banner
banner