Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   mán 31. mars 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: Tindastóll kom til baka gegn FH
Unglingalandsliðskonan Elísa Bríet öflug í gær.
Unglingalandsliðskonan Elísa Bríet öflug í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 2 - 3 Tindastóll
1-0 Elísa Lana Sigurjónsdóttir
2-0 Maya Hansen
2-1 Elísa Bríet Björnsdóttir
2-2 Elísa Bríet Björnsdóttir
2-3 Makala Woods

Í gær mættust Bestu deildar liðin FH og Tindastóll í æfingaleik í Skessunni í Hafnarfirði. Það styttist í Íslandsmót en rúmar tvær vikur eru í fyrstu umferð Bestu deildar kvena.

Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í seinni hálfleik komust heimakonur í FH í 2-0. Tindastóll náði að snúa taflinu sér í vil fyrir lokaflaut og urðu lokatölur 2-3, öflugur sigur hjá Sauðkrækingum. Elísa Bríet Björnsdóttir, sem fædd er árið 2008, skoraði tvö mörk fyrir gestina.

Tindastóll tekur á móti FHL í 1. umferð Bestu deildarinnar þann 16. apríl og FH heimsækir bikarmeistara Vals sama daga.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner