Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Krista Sól í Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Krista Sól Nielsen er gengin í raðir Grindavíkur/Njarðvíkur og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Hún skrifar undir þriggja ára samning við Grindavík og er því samningsbundin út tímabilið 2027.



Hún kemur frá uppeldisfélaginu Tindastóli en hún lék á láni með Dalvík/Reyni seinni hluta síðasta sumars.

Krista Sól, sem fædd er árið 2002, á að baki 71 leik í meistaraflokki og hefur í þeim skorað níu mörk. Hún spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner