Krista Sól Nielsen er gengin í raðir Grindavíkur/Njarðvíkur og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Hún skrifar undir þriggja ára samning við Grindavík og er því samningsbundin út tímabilið 2027.
Hún skrifar undir þriggja ára samning við Grindavík og er því samningsbundin út tímabilið 2027.
Hún kemur frá uppeldisfélaginu Tindastóli en hún lék á láni með Dalvík/Reyni seinni hluta síðasta sumars.
Krista Sól, sem fædd er árið 2002, á að baki 71 leik í meistaraflokki og hefur í þeim skorað níu mörk. Hún spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður.
Athugasemdir