Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 22:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænski bikarinn: Orri sneri aftur í svekkjandi tapi gegn Real Madrid
Mynd: EPA
Real Madrid 4 - 4 Real Sociedad (5-4 samanlagt)
0-1 Ander Barrenetxea ('16 )
1-1 Endrick ('30 )
1-2 David Alaba ('72 , sjálfsmark)
1-3 Mikel Oyarzabal ('80 )
2-3 Jude Bellingham ('82 )
3-3 Aurelien Tchouameni ('86 )
3-4 Mikel Oyarzabal ('90 )
4-4 Antonio Rudiger ('115 )

Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum þegar Real Sociedad heimsótti Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins í kvöld.

Real Madrid vann fyrri leikinn 1-0 en Ander Barrenetxea jafnaði einvígið þegar hann skoraði eftir rúman stundafjórðung. Endrick fékk tækifæri í byrjunarliði Madrid og hann skoraði eftir hálftíma leik.

David Alaba varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark áður en MIkel Oyarzabal kom Sociedad yfir í einvíginu. Jude Bellingham og Aurelien Tchouameni skoruðu fyrir Madrid sem var aftur komið með forystu í einvíginu en Oyarzabal skoraði í uppbótatíma og framlengja þurfti því leikinn.

Orri, sem var ekki með Sociedad í 2-0 sigri á Valladolid um helgina vegna veikinda, kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik framlengingarinnar.

Honum tókst ekki að tryggja Sociedad sigurinn en Antonio Rudiger tryggði Real Madrid sigurinn með marki fimm mínútum fyrir leikslok.

Real Madrid mætir annað hvort Atletico eða Barcelona í úrslitum. Liðin mætast á morgun í Madrid en staðan er jöfn, 4-4, í einvíginu.
Athugasemdir
banner
banner