Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mán 31. mars 2025 21:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak er ekki á heimleið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Rosenborg, hefur verið orðaður við heimkomu til Íslands í vetur eftir að hafa reynst lykilmaður í liði Breiðabliks á síðasta tímabili þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Orðrómurinn um heimkomu varð háværari þegar Ísak var ekki í leikmannahópi Rosenborg um helgina, en eins og Fótbolti.net greindi frá hafði Ísak meiðst á æfingu í aðdraganda leiksins.

Ísak er ekki á heimleið, hann ætlar að berjast fyrir sæti sínu í öflugu liði Rosenborg. Hann er þar í harðri samkeppni um sæti í liðinu og hefur m.a. verið notaður á miðjunni á undirbúningstímabilinu eftir að hafa eingöngu spilað sem fremsti maður hjá Blikum í fyrra.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net höfðu, eðlilega kannski, fleiri félög en Breiðablik sýnt því áhuga að fá Ísak frá Rosenborg, enda hafði hann mikil áhrif á lið Blika í fyrra eftir að hann komst í sitt besta form.

Ísak verður 24 ára í maí og er samningsbundinn norska félaginu út árið 2027. Hann á að baki sex A-landsleiki. Meiðslin sem hann glímir við eru ekki alvarleg.
Athugasemdir
banner