„Mér finnst galið að ekki sé búið að fá inn mann í staðinn fyrir Daníel Hafsteinsson sem var í raun besti leikmaðurinn í þessu liði. Að það hafi ekki verið klárað fyrir löngu síðan," segir Egill Sigfússon, stuðningsmaður KA, í Niðurtalningunni.
Egill segir að það hafi verið vonbrigði að sjá Daníel ákveða í vetur að færa sig um set innanlands og yfirgefa bikarmeistarana fyrir Víking. Hann er ekki ánægður með hvernig félagaskiptamarkaðurinn hefur þróast hjá sínu liði.
„Þessi félagaskiptamarkaður hefur verið vonbrigði en ef það koma tveir leikmenn inn þá verð ég mjög sáttur," segir Egill en KA er spáð 8. sæti.
Egill segir að það hafi verið vonbrigði að sjá Daníel ákveða í vetur að færa sig um set innanlands og yfirgefa bikarmeistarana fyrir Víking. Hann er ekki ánægður með hvernig félagaskiptamarkaðurinn hefur þróast hjá sínu liði.
„Þessi félagaskiptamarkaður hefur verið vonbrigði en ef það koma tveir leikmenn inn þá verð ég mjög sáttur," segir Egill en KA er spáð 8. sæti.
Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net og stuðningsmaður KA, segir að Akureyrarfélagið hafi verið óheppið á markaðnum og nefnir sem dæmi markvörðinn Jonathan Rasheed sem meiddist illa stuttu eftir að hann kom til félagsins.
„Maður er ekki á skrifstofunni en Við höfum verið mikið óheppnir í gegnum þennan vetur. Það voru allir KA menn spenntir fyrir því að fá Rasheed inn en svo meiðist hann út tímabilið. Það er búið að vera að reyna að sækja fleiri leikmenn og viðræður hafa verið komnar langt á leið þegar það hefur fallið uppfyrir sig," segir Haraldur.
„Það mun koma allavega einn nýr leikmaður veit ég fyrir gluggalok og það er verið að setja mikið púður í að fá miðjumann. Það er verið að skoða Skandinavíu."
KA tapaði 3-1 fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ en Akureyrarliðið mun mæta KR í fyrstu umferð Bestu-deildarinnar um næstu helgi.
Athugasemdir