Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 20:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ter Stegen: Aldrei verið í betra formi
Mynd: EPA
Marc Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, er að snúa aftur eftir slæm hnémeiðsli.

Það eru sex mánuðir síðan hann meiddist og hann er byrjaður að æfa á fullu. Barcelona nældi í Wojciech Szcz?sny til að leysa hann af og hann hefur staðið sig vel.

„Ég er byrjaður að æfa aftur eftir sex mánaða fjarveru og hef aldrei verið í betra formi. Ég er með frábært teymi í kringum mig og hlakka til að byrja spila aftur án þess þó að vera með ákveðna dagsetningu á því," sagði Ter Stegen.

„Ef ég næ að höndla æfigarnar vel mun það ýta á þjálfarann og hann sér að ég er klár."
Athugasemdir
banner
banner
banner