Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 12:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engar reglur til varðandi þrumur og eldingar - Seinni hálfleikurinn ekki spilaður
Hafliði Breiðfjörð myndaði æfingaleik FH og Þróttar í gær.
Hafliði Breiðfjörð myndaði æfingaleik FH og Þróttar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ekki gott veðrið á höfuðborgarsvæðinu í gær, það var vindasamt og úrkoma, en það alvarlegasta voru þrumur og eldingar.

Á meðan leik Breiðabliks og KA stóð heyrðist í þrumum og sást í eldingar.

Tveimur tímum fyrr hófst viðureign Álftaness og Hauka í 1. umferð Mjólkurbikarsins og var þeim leik hætt í hálleik vegna veðurs. Fótbolti.net ræddi við mótastjóra KSÍ, Birki Sveinsson, í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Það eru engar reglur um slíkt (þrumur og eldingar) í okkar reglugerðum," segir Birki.

Heldur þú að það verði skoðað?

„Það getur vel verið að þess þurfi. Það er mjög óvenjulegt að svona sé í gangi á Íslandi. Ég heyrði veðurfræðing tala um það í útvarpinu í morgun."

Fréttamaður ætlaði að spyrja Birki út í þá ákvörðun að leik var hætt í leik Álftaness og Hauka. Birkir benti þá á að búið væri að ákveða að úrslitin myndu standa, Haukar vinna 0-3 útisigur og fara áfram í næstu umferð. Haukar mæta Elliða á útivelli í næstu umferð.

Varðandi leik Breiðabliks og KA í meistarakeppni KSÍ, var einhver umræða um að sá leikur yrði færður?

„Það var eitthvað nefnt deginum áður, en það var ýmsum vandkvæðum háð. Það var ekki laus völlur og ferðatilhögun KA hjálpaði ekki til. Það voru ýmis vandkvæði, og svo lagaðist aðeins veðurspáin og menn töldu að það yrði leikfært."

Var eitthvað stress varðandi leikinn?

„Nei, þetta var ekkert rætt," segir Birkir.
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Athugasemdir
banner
banner