Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   sun 30. mars 2025 19:16
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA tapaði 3-1 fyrir Breiðablik í dag, í Meistari meistaranna. Hallgrímur Jónasson þjálfari KA leit nokkuð björtum augum á leikinn þrátt fyrir tap.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Veðrið setti smá strik í reikninginn í upphitun og í nokkrum köflum af leiknum. Mér fannst við of passívir í fyrri hálfleik, mér fannst við eiga að þora að stíga meira á þá, og við munum gera það. Við áttum að skora, klúðruðum einn á móti markmanni, svo erum við teknir niður þegar við erum aftur komnir í gegn. Við löbbum inn með glórulausa stöðu 3-0 fyrir Breiðablik. Þar sem við skorum sjálfsmark og fáum á okkur heimskulegt víti. Þannig staðan í hálfleik var ekki sanngjörn. Svo fannst mér við bara þora að stíga meira á þá í seinni hálfleik. Ég vildi bara fá góða frammistöðu og ekki spá í úrslitunum, og ég fékk bara gott svar. Við skorum og við fengum færi, þeir fengu líka færi en ég vil frekar spila þannig leiki heldur en að vera of passívir. Þannig þetta var bara mjög gott test fyrir deildina sem er að byrja hjá okkur eftir vikur. Við fengum fín svör og sjáum hvað við þurfum að laga."

KA spilaði fínan fótbolta á köflum en átti einnig kafla sem voru ekki góðir. Hallgrímur segir það samt ekki vera neitt áhyggjuefni heldur bar gott að fá svör.

„Þegar við erum í þessu kerfi, þá viljum við vera aggressívir. Þegar við erum passívir í þessu kerfi á móti liði eins og Breiðablik sem eru Íslandsmeistarar, þá munu þeir finna lausnina á endanum. Við þurfum að finna þann stað sem við vorum á í fyrra, þegar við vorum mjög aggressívir í þessu kerfi. Þá náum við að vinna marga bolta og skapa eitthvað. Við sköpuðum nóg í dag, ég var mjög ánægður með færasköpunina. Við þurfum að vera meira aggressívir og svo bara kemur þetta. Það var gaman að sjá að Grímsi er kominn aftur inn, mér fannst leikurinn breytast við að hann kom inn á. Við munum bara styrkjast og verða betri."

Það vantaði nokkra leikmenn í hóp KA í dag þar sem það hefur verið töluvert um meiðsli. Það er þó von á flestum til baka fljótlega.

„Jóan er nefbrotinn þannig það er spurning hvort við náum að tjasla honum saman fyrir KR leikinn. Birgir var í aðgerð fyrir áramót og er ekki alveg kominn á þann stað að geta spilað ennþá. William Tönning er líka nefbrotinn, en eins og ég segi þá eru flestir bara frá í skammtíma. Þetta eru 1-2 vikur ekki meira en það. Þannig við verðum sterkir en við þurfum að vinna vel í okkar málum og við verðum klárir fyrir mót."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner