Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Til hvers að segja þetta núna?
Cunha í leik með Wolves.
Cunha í leik með Wolves.
Mynd: EPA
Brasilíski framherjinn Matheus Cunha hjá Wolves hefur sagt félaginu að hann þurfi að taka næsta skref á ferlinum þar sem hann vilji berjast um titla á stærsta sviðinu.

Hann sagði frá þessu í viðtali á dögunum en Jay Bothroyd, fyrrum leikmaður Wolves, furðar sig á tímasetningunni.

„Tímasetningin var léleg. Allir vita að hann vill fara. Hann er gæðaleikmaður og mun spila fyrir stærra félag. En til hvers að segja þetta núna?" spyr Bothroyd.

„Það er út úr kortinu að segja þetta núna. Nú er tímapunktur þar sem hann á að einbeita sér að því að hjálpa liðinu að ná úrslitum. Hann þarf stuðning leikmanna, hann þarf stuðning stjórans. Stjórinn er væntanlega ekki sáttur með þessu furðulegu ummæli."

„Ég tel að allir stuðningsmenn Wolves viti að hann mun fara svo þetta kemur ekkert á óvart. Hvernig hann talar um þetta núna finnst mér vanvirðing við Wolves sem félag," segir Bothroyd en Úlfarnir eru í 17. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner