Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 21. mars 2018 09:12
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári heimsækir þjóðirnar sem Ísland mætir
Icelandair
Eiður Smári er á leið í ferðalag.
Eiður Smári er á leið í ferðalag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
RÚV verður með HM í Rússlandi í beinni útsendingu í sumar og fram að móti verður hitað upp fyrir stóru stundina.

Eiður Smári Guðjohnsen verður einn af sérfræðingum RÚV í sumar en hann er einnig að fara að gera þætti um þjóðirnar sem Ísland mætir.

„Hann mun fara í dagskrárgerð. Hann mun ásamt okkar teymi framleiða þrjá þætti um andstæðinga Íslands. Hann er að fara til Nígeríu, Argentínu og Króatíu og kynna sér landið og fólkið," sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV í viðtali á K100 í gær.

„Hann mun sjá hvað fólk veit um Ísland og hitta fyrrverandi og vonandi núverandi stjörnur."

Eiður fer til Buenos Aires í Argentínu þann 4. apríl til að taka upp þátt þar. Hann mun hitta Carlos Tevez framherja Boca Juniors sem og leikmenn sem urðu heimsmeistarar með Argentínu 1978.

RÚV ætlar einnig að vera með þætti um landsliðsmenn Ísland en Edda Sif Pálsdóttir vinnur nú að þeim í Bandaríkjunum þar sem íslenska landsliðið er að fara að mæta Mexíkó og Perú.
Athugasemdir
banner
banner
banner