Huginn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær þegar þeir sigruðu Hött á Seyðisfjarðarvelli í 2. deild karla.
Sjá einnig
2. deild: Loksins kom fyrsti sigurinn hjá Hugin
Milos Ivankovic, sem hefur verið einn besti varnarmaður 2. deildarinnar síðustu ár, skoraði á 16. mínútu leiksins og kom heimamönnum yfir.
Það reyndist eina mark leiksins, Höttur náði ekki að svara og 1-0 sigur Hugins staðreynd.
Markið hjá Milos var ekki af verri gerðinni og hlýtur að vera eitt af mörkum tímabilsins. Milos skoraði með bakfallsspyrnu.
Myndband af markinu er hér að neðan.
Athugasemdir