Bournemouth og Manchester City mætast í síðasta leiknum í 8-liða úrslitum enska bikarsins á Vitality-leikvanginum í Bournemouth klukkan 15:30 í dag.
Aston Villa, Crystal Palace og Nottingham Forest eru öll búin að bóka farseðilinn á Wembley og kemur í ljós síðar í dag hvort það verður Bournemouth eða Man City sem mun bætast við þann myndarlega hóp.
Dregið var í undanúrslitin fyrir skömmu en sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir Nottingham Forest á Wembley helgina 26. - 27. apríl.
Andoni Irola og Pep Guardiola hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir leikinn í dag, en það vantar nokkra lykilmenn í lið Bournemouth. Dean Huijsen og Milos Kerkez eru báðir í banni en þeir Marcos Senesi og Julio Soler koma inn og þá kemur David Brooks inn fyrir Marcus Tavernier.
Stefan Ortega, Omar Marmoush, Rico Lewis, Savinho, Jeremy Doku og Nico Gonzalez detta allir út úr byrjunarliði Man City og inn koma þeir Ederson, Matheus Nunes, Phil Foden, Bernardo Silva, Mateo Kovacic og Kevin De Bruyne.
Bournemouth: Kepa, Cook, Zabarnyi, Senesi, Soler, Christie, Adams, Brooks, Kluivert, Semenyo, Evanilson.
Man City: Ederson, Nunes, Khusanov, Dias, Gvardiol, Gundogan, Kovacic, De Bruyne, Silva, Foden, Haaland.
Athugasemdir