Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. ágúst 2018 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar Björn spáir í leiki 16. umferðar í Pepsi-deildinni
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Grindavík í stig af Íslandsmeisturunum?
Nær Grindavík í stig af Íslandsmeisturunum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sextánda umferðin í Pepsi-deild karla hefst í dag með fjórum leikjum. Hinir tveir leikirnir eru spilaðir á morgun.

Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Sarpsborg í Noregi, var með fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð, en hann fékk einungis tækifæri til að spá í fimm leiki þar sem stórleik Vals og Stjörnunnar var frestað um óákveðinn tíma.

Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Inkasso-deildinni, spáir í komandi umferð.

FH 2 - 0 ÍBV (klukkan 16:00 í dag)
Lennon og Brandur með sitthvort markið. Solid FH frammistaða.

KR 3 - 0 Fjölnir (klukkan 18:00 í dag)
Verður þungur leikur fyrir Fjölni. Óskar Örn og Pálmi sjá um að skora mörkin fyrir KR.

Keflavík 1 - 2 KA (klukkan 18:00 í dag)
Keflavík nær ekki sínum fyrsta sigri, því miður. KA á inni sigur eftir góðan leik á móti FH í síðustu umferð.

Fylkir 1 - 3 Stjarnan (klukkan 18:00 í dag)
Stjarnan heldur áfram að setja pressu á Val með sigri.

Víkingur R. 1 - 1 Breiðablik (klukkan 18:00 á morgun)
Verður baráttuleikur þar sem Blikar jafna á síðustu mínútu.

Valur 0 - 0 Grindavík (klukkan 19:15 á morgun)
Grindvíkingar eru erfiðir að brjóta á bak aftur. Valur verður meira með boltann en nær ekki inn marki.

Fyrri spámenn
Elías Már Ómarsson 5 réttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Halldór Jón Sigurðsson (Donni) 3 réttir
Henry Birgir Gunnarsson 3 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Hallbera Guðný Gísladóttir 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Orri Sigurður Ómarsson 1 réttur
Viðar Örn Kjartansson 0 réttir

Sjá einnig:
Er þitt lið klárt? - Harðfiskur í verðlaun í Draumaliðsdeildinni
Byrjunarlið FH og ÍBV: Þrjár breytingar hjá FH - Enginn Derby
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner