Í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag nefndu umsjónarmennirnir Elvar Geir og Tómas Þór tíu leikmenn sem þeir eru vrkilega spenntir fyrir að fygljast með í Pepsi Max-deildinni í sumar
SMELLTU HÉR til að hlusta á þáttinn
SMELLTU HÉR til að hlusta á þáttinn
Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) - Menn halda ekki vatni í Kópavogi yfir þeim framförum sem Alexander hefur tekið og spá honum björtu sumri. Miðjumaður sem var lánaður í Víking Ólafsvík í fyrra.
Guðjón Pétur Lýðsson (KA) - Var kominn með leið á bekkjarsetu á Hlíðarenda og eru gríðarlega miklar vonir bundnar á Akureyri við sköpunarmátt hans.
Björn Daníel Sverrisson (FH) - Mættur aftur heim í Kaplakrikann eftir fimm ár í atvinnumennsku. Var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins á sínum tíma.
Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) - Þessi 18 ára sóknarleikmaður hefur mikla hæfileika og verið hrikalega öflugur í vetur. Var hetja Blika í undanúrslitum bikarsins í fyrra og gæti verið sá næsti sem fer í atvinnumennsku úr Kópavoginum.
Björgvin Stefánsson (KR) - Rúnar Kristinsson hefur tröllatrú á þessum hrausta sóknarmanni sem gekk í gegnum ýmislegt á sínu fyrsta ári hjá Vesturbæjarliðinu. Hvað koma mörg mörk frá honum í sumar?
Birnir Snær Ingason (Valur) - Binni bolti er mættur til Íslandsmeistarana og verður fróðlegt að sjá hvernig þessi tekníski leikmaður nær að fóta sig hjá stærra félagi og í gríðarlegri samkeppni.
Haukur Heiðar Hauksson (KA) - Varnarmaður sem er mættur aftur heim á Akureyri eftir fjögurra ára dvöl hjá AIK í Svíþjóð. Er 27 ára og því á besta aldri.
Viktor Jónsson (ÍA) - Það er mikill metnaður á Skaganum fyrir því að láta til sín taka í sumar og vonast þeir gulu og glöðu til þess að Viktor Jónsson skori mörkin.
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - Þessi 22 ára leikmaður var í unglingastarfi AZ Alkmaar en er kominn aftur heim í Kópavoginn og ákveðinn í að sanna sig í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir