Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   mán 29. apríl 2019 11:47
Arnar Daði Arnarsson
Lið 1. umferðar - Þrír fyrrum leikmenn Halmstad
Úr leik ÍA og KA.
Úr leik ÍA og KA.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Úr leik FH og HK.
Úr leik FH og HK.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Aron Bjarnason fagnar marki sínu.
Aron Bjarnason fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild karla hófst á föstudagskvöld með flugeldasýningu á Origo-vellinum þegar Reykjavíkurliðin, Valur og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli.

Í kjölfarið fylgdu fimm leikir á laugardeginum. Fótbolti.net fjallar vel um alla leiki deildarinnar og eftir hvern leik skila fréttaritarar skýrslu. Úrvalsliðið er sett saman eftir þessum skýrslum.

Þjálfari 1. umferðar er Arnar Gunnlaugsson sem mætti með beint bak á heimavöll Íslandsmeistarana og var sennilega vonsvikinn að fara aðeins heim með eitt stig eftir að hafa þrívegis komist yfir í leiknum. Hann getur þakkað varamanninum, Loga Tómassyni fyrir sitt framlag í leiknum en Logi skoraði stórbrotið mark og lagði upp annað. Auk þess var Júlíus Magnússon öflugur á miðjunni hjá Víkingum.



Með Loga í vörninni í liði umferðarinnar eru þeir Daði Ólafsson og Marcus Johanson sem stimplar sig vel inn í Pepsi Max-deildina en hann gekki í raðir ÍA frá Silkeborg í vetur. Marcus er uppalinn hjá Halmstad í Svíþjóð.

Fyrir aftan vörnina er Beitir Ólafsson í rammanum en KR gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni þar sem bæði mörk leiksins komu úr vítaspyrnu.

Á miðjunni með Júlíusi eru reynsluboltarnir, Eyjólfur Héðinsson og Sam Hewson sem skoraði gott mark fyrir sitt nýja lið Fylki í 3-0 útisigri á ÍBV.

Í framlínunni eru síðan tveir leikmenn fyrrum leikmenn Halmstad í Svíþjóð. Höskuldur Gunnlaugsson gekk á dögunum í raðir Breiðabliks frá Halmstad á láni og þá kom Tryggvi Hrafn Haraldsson heim á Skagann eftir dvöl í Svíþjóð.

Með þeim félögum í framlínunni eru þeir Aron Bjarnason og Jónatan Ingi Jónsson leikmaður FH.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner