Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 23. september 2006 18:43
Magnús Már Einarsson
Magni Fannberg: Við verðum komnir í úrvalsdeild eftir eitt ár
Grindvíkingar voru svekktir eftir leik og hér er Helgi Már Helgason markvörður þeirra.
Grindvíkingar voru svekktir eftir leik og hér er Helgi Már Helgason markvörður þeirra.
Mynd: Fótbolti.net - Bjarni Már Svavarsson
Magni Fannberg sem tók við liði Grindavíkur á dögunum ásamt Milan Stefán Jankovic var að vonum svekktur eftir að liðið féll niður í fyrstu deild í dag eftir jafntefli gegn FH.

,,Þetta er grátlegt. Við erum ekkert að falla á þessum leik hér í dag. Við lendum í svipaðri stöðu á móti Val í Laugardalnum og á móti KR á KR-velli og þetta er niðurstaðan," sagði Magni við Fótbolti.net

,,Við hefðum vel getað unnið þennan leik miðað við færin sem við áttum hér í dag. Eins og ég sagði áðan þetta er sama staða og í Laugardalnum og á KR-vellinum," sagði Magni sem segir að Grindavík muni fara beint aftur upp úr fyrstu deildinni. ,,Við verðum komnir í úrvalsdeild eftir eitt ár."

Athygli vakti að Mounir Ahandour franski sóknarmaðurinn í liði Grindavíkur var ekki sáttur þegar honum var skipt út af og í stað þess að fara af velli hjá varamannabekknum gekk hann út af hjá hornfánanum og beint inn í búningsherbergi allt annað en sáttur.

,,Mér fannst Ahandour sýna þann karkater sem hann hefur sýnt okkur hérna í Grindavík í sumar á æfingum og öðru og þetta skýrir fyrir fólki af hverju hann hefur ekki alltaf verið í liðinu," sagði Magni aðspurður út í þetta mál.

Aðspurður út í það hvort að hann héldi að Ahandour yrði áfram hjá Grindavík bætti hann við: ,,Nú er ekki víst hver verður þjálfari og ég veit ekki hvað nýr þjálfari gerir en ég ætla að halda mínu atkvæði út af fyrir mig."

Magni var aðstoðarmaður Sigurðar Jónssonar hjá Grindavík áður en hann tók við liðinu fyrir tvær síðustu umferðarinnar ásamt Milan Stefáni. Aðspurður út í framhaldið hjá sér sagði Magni: ,,Ég er með þriggja ára samning með Grindavík og ég hef klárlega áhuga á að halda áfram með liðið ef það er vilji stjórnar,"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner