Heimild: UMFG.is
Knattspyrnudeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Gunnlaugur Hreinsson formaður aðalstjórnar UMFG (Grindavík) ritaði í gær pistil á vefsíðu félagsins þar sem hann var ekki að spara stóru orðin og kallaði Sigurð Jónsson fyrrum þjálfara liðsins lúser og aumingja. Gunnlaugur er í pistli sínum að gera upp tímabilið og er harðorður.
Knattspyrnudeild félagsins hefur í dag sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem þeir segja skoðun Gunnlaugs hvorki aðalstjórnar né knattspyrnudeildar félagsins. Bréfin má sjá hér að neðan.
Knattspyrnudeild félagsins hefur í dag sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem þeir segja skoðun Gunnlaugs hvorki aðalstjórnar né knattspyrnudeildar félagsins. Bréfin má sjá hér að neðan.
Yfirlýsing frá knattspyrnudeildinni
Knattspyrnudeild UMFG, vill upplýsa það að skrif formans aðalstjórnar UMFG eru hans skoðun en ekki skoðun stjórnar knattspyrnudeildar né skoðun aðalstjórnar UMFG.
f.h. Knattspyrnudeildar UMFG
Ingvar Guðjónsson framkv.stj. knattspyrnudeildar
Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar.
Glæsileg framtíð?
Þegar Jónas Þórhallsson kynnti í haust nýja þjálfara til starfa hjá knattspyrnudeildinni vaknaði mikil bjarsýni hjá manni. Kominn var einn efnilegasti þjálfari landsins til starfa, Sigurður Jónsson og með honum tveir frábærir aðstoðarmenn, Magni Fannberg og Mílan S. Jankovic, og því var líst yfir að með Sigurði myndi Grindavík berjast um Íslandsmeistaratitilinn eftir þrjú ár.
Maður fylltist bjartsýni þar sem Sigurður var þekktur fyrir að gefa ungum mönnum tækifæri og sá fram á að efnilegir Grindvíkingar myndu spila í efstu deild sumarið 2006. En það átti að gera meira, það átti að fá sterka leikmenn í meistaraflokk, ekki neina meðalpésa, og þjálfarateymið Sigurður, Magni og Janko, ætluðu að taka til hendinni í unglingaþjálfun og aðstoða við að gera efnilega grindvíska leikmenn að framtíðarknattspyrnumönnum með því að koma á vott af afreksstefnu. Frábærir hlutir voru framundan í grindvískri knattspyrnusögu.
Svikin loforð
Já þetta byrjaði vel, kynntir voru gæðaleikmenn eins og Jóhann Þórhallsson og Jóhann Helgason og haldin var fundur með unglingaráði um hvernig þjálfun skildi háttað og að þjálfarar meistaraflokks ætluðu að aðstoða við þjálfun yngri flokka. Þetta leit vel út þegar um var rætt, en einhvað fór úrskeiðis er maður fór að lesa um miðlungsleikmenn á leið til Grindavíkur. Kristján Valdimarsson frá Fylki, Andri Steinn??? aldrei heyrt minnst á hann og Guðmundur Atli, mesta efni sem til er, en ég hef ekki séð hann spila unglingalandsleik enn þá. Janko fór að mæta á æfingar hjá 5 flokki í smá tíma en hinir meistaraflokksþjálfararnir sáust aldrei. Samkvæmt viðtali við þjálfara 3. og 4. flokks komu þessir þjálfarar aldrei á æfingu. Að auki voru engar markmannsæfingar skipulagðar allt þetta ár. Ljóst er að enn einn þjálfarinn hefur komið til Grindavíkur og talað mikið en gert minna. Afreksæfingar voru engar, markmannsæfingar engar og ungir grindvískir leikmenn sátu uppi í stúku og horfðu á aðkomumenn sem voru varla meðalmenn spila fyrir Grindavíkurliðið.
Lúser
Þetta var ekki búið, því þegar alvaran blasti við og ekki var útlit fyrir að hægt væri að tala um hlutina og liðið að sökkva stakk þjálfarinn af frá öllu saman, þvílíkur lúser, eða á góðri íslensku, aumingi. Þetta er sárt því þegar maður sá fram á glæsta framtíð kom í ljós mestu vörusvik sem grindvísk knattspyrna hefur kynnst.
Kveðja, Gunnlaugur Hreinsson
Formaður aðalstjórnar UMFG
Athugasemdir