Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 29. júlí 2008 18:42
Hafliði Breiðfjörð
Magni Fannberg hættur með Fjarðabyggð
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Magni Fannberg Magnússon er hættur sem þjálfari Fjarðabyggðar í fyrstu deild karla en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net nú undir kvöld.

Magni sagði við Fótbolta.net að hann hefði komist að samkomulagi við Fjarðabyggð um að slíta samvistum en frekari yfirlýsing um málið er að vænta frá félaginu á morgun.

Fjarðabyggð sigraði Hauka 4-2 á útivelli í fyrstu deildinni í fyrradag en liðið er í áttunda sæti í fyrstu deild með 15 stig.

Næsti leikur Fjarðabyggðar er gegn Njarðvík á heimavelli annað kvöld. Skoski varnarmaðurinn David Hannah er aðstoðarþjálfari Fjarðabyggðar og ekki er ólíklegt að hann stýri liðinu á morgun.

Magni tók við Fjarðabyggð af Þorvaldi Örlygssyni síðastliðið haust.

Hann var á síðasta ári yfirþjálfari yngriflokka hjá Val og sumarið 2006 var hann aðstoðarþjálfari Grindavíkur. Magni þjálfaði einnig yngri flokka HK í nokkur ár á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner