Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   mán 01. júlí 2024 18:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Portúgals og Slóveníu: Átta breytingar hjá Portúgal
Ronaldo á enn eftir að skora á mótinu
Ronaldo á enn eftir að skora á mótinu
Mynd: EPA

Portúgal og Slóvenía eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Þýskalandi í kvöld. Byrjunarliðin eru komin inn.


Margir leikmenn Portúgals hvíldu gegn Georgíu í síðasta leik riðilsins en Roberto Martinez þjálfari liðsins stillir upp sama liði og spilaði í 2. umferð riðilsins gegn Tyrklandi.

Joao Cancelo, Ruben Dias, Pepe, Nuno Mendes, Vitinha, Bernardo Silva, Bruno Fernandes og Rafael Leao hvíldu allir gegn Georgíu en eru komnir aftur í liðið.

Það er ein breyting á liði Slóveníu sem gerði markalaust jafntefli gegn Englandi í lokaumferð riðlakeppninnar. Jure Balkovec kemur inn í liðið fyrir Erik Janza sem er í banni.

Portúgal: Costa, Joao Cancelo, Dias, Pepe, Nuno Mendes, Vitinha, Joao Palhinha, Bernardo Silva, Bruno Fernandes, Leao, Ronaldo. 

Slóvenía: Oblak, Karnicnik, Drkusic, Bijol, Balkovec, Stojanovic, Cerin, Elsnik, Mlakar, Sporar, Sesko. 


Athugasemdir
banner
banner