Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 14:55
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Rúmeníu og Hollands: Xavi Simons kemur inn
Cody Gakpo leikmaður Hollands.
Cody Gakpo leikmaður Hollands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúmenar hafa komið skemmtilega á óvart á EM og mæta Hollendingum í 16-liða úrslitum klukkan 16.

Rúmenar unnu óvænt jafnan E-riðilinn en þeir verða án vinstri bakvarðarins Nicusor Bancu sem tekur út leikbann í dag.

Í byrjunarliði Hollands kemur Xavi Simons aftur inn í liðið og þá kemur á óvart að Steven Bergwijn byrjar.

„Samskiptin milli miðvarða okkar og miðjumanna þurfa að vera betri. Við þurfum að tala miklu meira saman," sagði Ronald Koeman þjálfari Hollands þegar hann var spurður á fréttamannafundi hvar væri helst svigrúm til bætinga hjá hollenska landsliðinu.

16-liða úrslitunum lýkur svo í kvöld þegar Austurríki og Tyrkland mætast í leik sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.

Byrjunarlið Rúmeníu: Nita; Ratiu, Dragusin, Burca, Mogos; M.Marin, R.Marin, Stanciu; Man, Hagi, Dragus.

Byrjunarlið Hollands: Verbruggen; Dumfries, De Vrij, Van Dijk, Aké; Schouten, Reijnders; Bergwijn, Simons, Gakpo; Depay.

Dómari: Felix Zwayer (Þýskaland)


Athugasemdir
banner
banner
banner