Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Diogo Costa hetja Portúgal í vítaspyrnukeppni
Costa ver frá Sesko undir lok framlengingarinnar
Costa ver frá Sesko undir lok framlengingarinnar
Mynd: EPA

Portugal 0 - 0 Slovenia (3-0 eftir vítaspyrnukeppni)


Rafael Leao var hættulegur í fyrri hálfleik en hann fór nokkrum sinnum illa með vörn Slóveníu.

Cristiano Ronaldo var nálægt því að koma Portúgal yfir þegar boltinn fór rétt yfir markið eftir aukaspyrnu. Joao Palhinha var síðan hársbreidd frá því að skora en skot hans af löngu færi strauk utanverða stöngina og í kjölfarið var flautað til loka fyrri hálfleiks.

Seinni hálfleikurinn var lokaðari en Ronaldo fékk tækifæri til að tryggja Portúgölum sigurinn þegar Diogo Jota sendi hann í gegn undir lok leiksins en skotið beint á Jan Oblak í marki Slóveníu. Markalaust eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja.

Portúgal fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar Diogo Jota féll í teignum. Ronaldo steig á punktinn en Jan Oblak gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.

Benjamin Sesko nagar sig í handabökin eftir að hafa nýtt sér slæm mistök hjá Pepe. Sesko slapp í gegn en Diogo Costa varði frá honum.

Costa hélt áfram að sýna snilli sína í vítaspyrnukeppninni en hann varði allar spyrnur Slóvena í keppninni. Cristiano Ronaldo tókst að skora í þetta sinn úr fyrstu spyrnu Portúgals, Bruno Fernandes og Bernardo Silva innsigluðu sigur liðsins í vítaspyrnukeppninni.

Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner