Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 11:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Iliman Ndiaye í Everton (Staðfest)
Iliman Ndiaye.
Iliman Ndiaye.
Mynd: Everton
Senegalski landsliðsmaðurinn Iliman Ndiaye er genginn í raðir Everton og hefur skrifað undir fimm ára samning við félagið.

Everton kaupir Ndiaye frá Marseille í Frakklandi fyrir allt að 20 milljónir evra.

Ndiaye er framherji að upplagi en getur einnig spilað sem sóknartengiliður. Hann gerði frábæra hluti með Sheffield United áður en hann var keyptur til Marseille í fyrrasumar.

Ndiaye er 24 ára gamall og á 20 landsleiki að baki fyrir Senegal. Hann spilaði 46 leiki á nýliðnu tímabili hjá Marseille en stóðst ekki væntingar, þar sem hann skoraði aðeins fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar.

Það verður fróðlegt að sjá hvort hann finni aftur taktinn núna þegar hann mætir á nýjan leik í enska boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner