Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 18:16
Elvar Geir Magnússon
Valur leikið þrettán leiki í röð án þess að halda hreinu
Guðmundur Andri tapaði boltanum.
Guðmundur Andri tapaði boltanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir undanúrslitaleikur KA og Vals í Mjólkurbikarnum en KA komst yfir strax á fjórðu mínútu.

Valsmenn hafa nú leikið þrettán leiki í röð án þess að ná að halda marki sínu hreinu, eða síðan liðið vann FH 3-0 í bikarnum þann 24. apríl.

Valsmenn eru í þriðja sæti Bestu deildarinnar en töpuðu síðasta deildarleik, gegn ÍA 3-2.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Valur

„Daníel Hafsteinsson vinnur boltann af kærulausum Guðmundi Andra og leggur hann í gegn á Svein Margeir sem að á fast skot á Frederik Schram. Schram ver vel frá Sveini, en boltinn dettur fyrir fætur Hallgríms sem að gerir engin mistök og leggur hann framhjá markmanninum," skrifaði Daníel Smári Magnússon, sem textalýsir leiknum á Akureyri, þegar hann lýsti marki KA.

Hér má sjá markið:

Athugasemdir
banner
banner