Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid vill Guehi - De Ligt hefur áhuga á Man Utd
Powerade
Marc Guehi, miðvörður enska landsliðsins.
Marc Guehi, miðvörður enska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: EPA
Joshua Zirkzee.
Joshua Zirkzee.
Mynd: EPA
Real Madrid vill enskan landsliðsvarnarmann, Arsenal leiðir baráttuna um varnarmann Ítalíu og Newcastle hefur áhuga á fyrrum leikmanni Manchester United. Þetta og fleira í slúðurpakkanum.


Real Madrid vill fá enska varnarmanninn Marc Guehi (23) frá Crystal Palace. Barcelona og Juventus fylgjast líka með honum á Evrópumótinu. (Sun)

Arsenal er á undan Juventus í baráttunni um Riccardo Calafiori (22), varnarmann Bologna sem sló í gegn með Ítalíu á EM 2024. (Telegraph)

Newcastle hefur áhuga á sænska sóknarleikmanninum Anthony Elanga (22) hjá Nottingham Forest. Elanga er fyrrum leikmaður Manchester United. (Teamtalk)

Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt (24) hefur áhuga á að fara til Manchester United. Bayern München metur hann á 50 milljónir evra (42,4 milljónir punda). (Sky Sports)

Paris St-Germain hefur spurst fyrir um hollenska framherjann Crysencio Summerville (22) hjá Leeds United. (De Telegraaf)

Brighton hefur áhuga á Mats Wieffer (24) hollenskum miðjumanni Feyenoord, og Andrei Ratiu (26) rúmenskum varnarmanni Rayo Vallecano. (Athletic)

Manchester United er að reyna að fá Joshua Zirkzee (23) hollenskan framherja Bologna en AC Milan hefur náð munnlegu samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör. (Calciomercato)

Manchester City ætlar að kaupa brasilíska kantmanninn Savio (20) frá Troyes, öðru félagi sem er hluti af City Football Group. (Athletic)

Chelsea hefur samið við Boca Juniors um 14 milljóna punda kaup á argentínska varnarmanninnum Aaron Anselmino (19). (Football.London)

Tilboði West Ham upp á 35 milljónir evra (26,9 milljónir punda) í franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo (24) hefur verið hafnað af Nice. (L'Equipe)

Borussia Dortmund mun reyna að fá danska miðjumanninn Pierre-Emile Höjbjerg (28) frá Tottenham ef félaginu mistekst að landa þýska miðjumanninum Pascal Gross (33) frá Brighton. (Sky Sports Þýskalandi)

Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í enska varnarmanninn Harry Maguire (31) í sumar. (Talksport)

Tottenham er að íhuga að reyna að fá Desire Doue (19), franskan miðjumann Rennes. (Teamtalk)

Nathan Wood (22), varnarmaður Swansea, er á leið í læknisskoðun hjá Southampton eftir að félögin komust að samkomulagi um 5 milljóna punda söluverð. (Football Insider)

Brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho (32) yfirgefur Aston Villa í vikunni og hefur mikinn áhuga á að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Vasco da Gama. (Birmingham Live)

Manchester United útilokar ekki að framherjinn Marcus Rashford (25) fari frá Englandi í sumar. (Manchester Evening News)

Burnley ætlar að ráða Scott Parker, fyrrum stjóra Fulham. (Football Insider)

Úlfarnir fylgjast með brasilíska miðjumanninum Arthur Melo (27) hjá Juventus. (Birmingham Live)

West Ham hefur áhuga á enska varnarmanninum Aaron Wan-Bissaka (26) hjá Manchester United sem á innan við tólf mánuði eftir af samningi sínum. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner