Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 02. júlí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Mun Víkingur leika sér að Stjörnunni aftur? - „Töfrandi stund“
Úr deildarleik Víkings og Stjörnunnar fyrr á tímabilinu.
Úr deildarleik Víkings og Stjörnunnar fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta fimmtudag rúllaði Víkingur yfir Stjörnuna í Garðabæ 4-0 í Bestu deildinni. Liðin mætast annað kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, þá í Fossvoginum.

Eftir stórsigurinn í Garðabæ var Arnar Gunnlaugsson spurður að því hvort hann búist við svipuðum leik í bikarnum?

„Nei allt öðruvísi. Tvö þúsund manns í Víkinni. Þetta er bikar sem er okkur mjög kær og okkur langar ekki að láta hann af hendi. Þetta verður virkilega erfiður leikur, hann hefur allt annað líf. Þetta er á okkar heimavelli, það er töfrandi stund að vera á heimavelli í undanúrslitum. Það verður þvílíkur stuðningur og stemning, við ætlum okkur sigur," svaraði Arnar.

„Stjörnumenn sleikja sárin og greina hvað fór úrskeiðis og mæta dýrvitlausir í undanúrslitin."

Jökull Elísabetarson sagði að það væri ansi margt sem þyrfti að laga fyrir bikarleikinn.

„Margt frá þessum leik sem við þurfum að laga, fyrst og fremst aggression og vera beittari. Svo á auðvitað eftir að taka augnablik úr þessum leik og pæla í því. Það er úr mörgu að taka eftir þennan leik," sagði Jökull eftir leikinn síðasta fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner