Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dan Ashworth orðinn yfirmaður íþróttamála hjá Man Utd (Staðfest)
Mynd: FA

Dan Ashworth er orðinn yfirmaður íþróttamála hjá Manchester United en þetta tilkynnti félagið í dag.


Ashworth kemur frá Newcastle en félögin náðu samkomulagi um kaup og kjör en vilja ekki opinbera tölur.

Hann mun meðal annars starfa við frammistöðumat inni á vellinum, leikmannakaup og stefnumótun. Hann mun starfa náið með Omar Berrada sem er er nýr framkvæmdastjóri Manchester United. Berrada var áður hjá Manchester City.

Jim Ratcliffe hefur gert miklar breytingar á bakvið tjöldin hjá United en Jason Wilcox var fyrr á árinu ráðinn sem nýr tæknistjóri..


Athugasemdir
banner