Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 18:30
Elvar Geir Magnússon
Nýr stjóri Brighton: Ég er sá jarðbundni
Fabian Hurzeler á fréttamannafundinum í dag.
Fabian Hurzeler á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Getty Images
Hurzeler náði frábærum árangri með St Pauli.
Hurzeler náði frábærum árangri með St Pauli.
Mynd: Getty Images
Hinn 31 árs gamli Fabian Hurzeler ræddi í dag við fjölmiðlamenn á sínum fyrsta fréttamannafundi sem stjóri Brighton. Hann er yngsti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég mun vinna hér á sama hátt og ég hef áður gert," segir Hurzeler sem vann þýsku B-deildina sem stjóri St Pauli á síðasta tímabili. Hann var ráðinn til Brighton til að taka við af Roberto De Zerbi.

Hurzeler segist vera 'sá jarðbundni' og kynnti sig því ekki til leiks með sömu flugeldasýningu og þegar Jose Mourinho kallaði sig 'The Special One' á sínum tíma,

„Ég geri mér grein fyrir stærð starfsins og þessari áskorun. Ég þarf að sýna hugrekki og halda auðmýkt. Ef ég væri í einhverjum vafa um mig eða liðið þá hefði ég ekki tekið þetta starf."

„Ég stýri á vingjarnlegan hátt. Fótbolti er mín ástríða. Ég reyni að sannfæra leikmenn mína um að trúa á mína hugmyndafræði. Ég mun læra mikið og verð ekki verri stjóri."

„Ég er hrifinn af því DNA sem er hjá félaginu. Það er unnið eftir gögnum. Ég er hrifinn af hugrökkum leikstílnum. Ég vil afreka stóra hluti."
Athugasemdir
banner
banner
banner