Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 10:17
Elvar Geir Magnússon
Archie Gray til Tottenham (Staðfest) - „Allir hjá Leeds miður sín“
Joe Rodon gengur í raðir Leeds
Archie Gray fékk treyju númer 14.
Archie Gray fékk treyju númer 14.
Mynd: Tottenham
Tottenham hefur gengið frá kaupum á Archie Gray frá Leeds. Þessi átján ára leikmaður eignaðist marga aðdáendur eftir frábært tímabil með Leeds í Championship-deildinni.

Brentford reyndi að fá hann en tókst ekki. Þessi U21 landsliðsmaður Englands hefur skrifað undir sex ára samning við Tottenham sem borgar um 25-30 milljónir punda fyrir hann.

Joe Rodon gengur í raðir Leeds sem hluti af samkomulaginu en velski varnarmaðurinn var á láni hjá Leeds síðasta tímabil.

Leeds náði ekki að vinna umspil Championship-deildarinnar í maí og við það myndaðist þrýstingur á að selja leikmann til að standast fjárhagsreglur.

„Við skiljum það að það eru mikil vonbrigði fyrir stuðningsmenn að missa uppalinn hæfileikaríkan leikmann. Allir hjá Leeds eru miður sín að sjá hann fara," segir í tilkynningu Leeds.

Gray blómstraði undir stjórn Daniel Farke, lék bæði sem hægri bakvörður og miðjumaður. Hann lítur sjálfur á sig sem miðjumann aðallega. Hann er af mikilli fótboltafjölskyldu og Andy faðir hans er fyrrum leikmaður Leeds.

Archie Gray var valinn ungi leikmaður ársins í Championship-deildinni en hann segir í samtali við samfélagsmiðla Tottenham að þetta hafi verið tækifæri sem hann hefði ekki getað hafnað.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner