Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Úlfur Arnar: Tvö töpuð stig
Halli Guðmunds: Kristján Óli hefur aldrei farið til Eyja nema á Þjóðhátíð
Ungir Víkingar á N1 mótinu trylltust af fögnuði þegar Ari skoraði
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Ari tryggði Víkingum í bikarúrslit: Ég var aldrei stressaður
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Mjög svo efnileg hetja Vals - „Ég vildi fyrst taka stærra skref á Íslandi"
Pétur Péturs: Einhver 100 lið búin að bjóða í hana
banner
   þri 02. júlí 2024 21:36
Daníel Smári Magnússon
Arnar Grétars: Ekki leið til árangurs að gefa ódýr mörk
Arnar var svekktur í kvöld.
Arnar var svekktur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við höldum áfram frá síðasta leik að fá ódýr mörk á okkur, sem gerir það rosalega erfitt að vinna fótboltaleiki. Mjög klaufalegt fyrsta markið, svo erum við með boltann og stjórnum ferðinni í fyrri hálfleik en þeir eru alltaf skeinuhættir. Svo jöfnum við leikinn réttilega og vorum búnir að vera mjög flottir. Svo gefum við hornspyrnu og við búnir að fá einhverjar 10 hornspyrnur í fyrri og þeir skora úr því. Það er blóðugt svona rétt undir lok fyrri hálfleiks,'' sagði svekktur Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir 3-2 tap gegn KA í undanúrslitum Mjúlkurbikars karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Valur

„Svo fannst mér við koma ágætlega út. En þeir drápu leikinn og gerðu það vel. Tóku tíma í allt - menn voru alltaf niðri, alltaf eitthvað stopp og alltaf verið að kvarta og kveina. Þannig að leikurinn var svona frekar hægur. Mér fannst 20-25 mínúturnar í seinni, þá erum við að keyra á þá.''

Hann hélt áfram:

„En svo gerum við mistök. Man ekki hver það var, einhver er að senda boltann og þeir komast inn í sendingu og þeir refsa. 3-1, þá er þetta helvíti erfitt en við erum fljótir að minnka muninn og höldum áfram og fáum færi.''

Síðustu 10-15 mínútur leiksins fengu KA menn nokkur tækifæri til þess að klára leikinn algjörlega en mistókst það og þá er auðvitað alltaf möguleiki á dramatísku jöfnunarmarki.

„Þetta var orðið svolítið þannig að menn voru að henda miklu fram og KA fékk þrjú rosalega færi sem að hefðu auðvitað átt að stúta leiknum. En ef þú gefur ódýr mörk, það er ekki leið til árangurs í fótbolta og við gerðum það á móti Skaganum og gerum það aftur í kvöld og það kostar. Það er bara dýrt, það er bara þannig,'' sagði Arnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner