Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„99,9% líkur á að Zirkzee fari í sumar"
Zirkzee með Max Verstappen í sumar.
Zirkzee með Max Verstappen í sumar.
Mynd: EPA
Yfirmaður íþróttamála hjá Bologna lét hafa eftir sér að það væru 99,9% líkur á því að Joshua Zirkzee færi frá félaginu í sumar. Manchester United er eitt af félögunum sem hefur áhuga á hollenska framherjanum.

Jákvæð samtöl hafa átt sér stað milli United og umboðsmanna Zirkzee og er búist við því að United sé tilbúið að bjóða 34 milljónir punda í leikmanninn en það er upphæðin sem getur fengið Zirkzee lausan.

„Hann er með ákvæði í samningnum, svo hann mun fara, það er 99,9%," sagði Giovanni Sartori við fjölmiðlamenn í gær.

„Leikmann í staðinn? Við höfum hugsað um það í marga mánuði. Það verður ekki auðvelt, en við munum leggja hart að okkur að finna einhvern í staðinn, við erum með einhver nöfn á lista."

Zirkzee er 23 ára og er þessa stundina að undirbúa sig fyrir leik Hollendinga gegn Rúmeníu í 16-liða úrsltium EM.

Sartori segir þá að Bologna vilji halda Ricardo Calafiori, varnarmanninum sem orðaður er við félög í ensku úrvalsdeildinni. „Ef það koma há tilboð, þá verðum við að íhuga þau. Ég held hann fari ekki til Juventus, ef hann fer þá verður það á annan markað."
Athugasemdir
banner
banner
banner