Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
banner
   þri 02. júlí 2024 09:46
Elvar Geir Magnússon
Hamann segir viðbrögð Ronaldo vandræðaleg: Hugsar bara um sjálfan sig
Hamann fær sér sígarettu á landsleik.
Hamann fær sér sígarettu á landsleik.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Dietmar Hamann segir það hafa verið vandræðalegt að Cristiano Ronaldo hafi grátið á vellinum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu gegn Slóveníu. Spyrna Ronaldo var frábærlega varin af Jan Oblak og gerði það að verkum að staðan hélst markalaus.

Ronaldo grét í hálfleik framlengingar en samherjar hans hugguðu hann. Leikurinn endaði í vítakeppni þar sem Ronaldo skoraði í 3-0 sigri Portúgals en markvörðurinn Diogo Costa varði allar þrjár spyrnur Slóvena.

„Hann er 39 ára, spilaði 120 mínútur. Klúðraði víti. Ég skal viðurkenna að ég trúði allri þessari umræðu um að hann væri orðinn liðsmaður því hann þyrfti meira á liðnu að halda en áður. Ég keypti það kjaftæði en svo sýndi hann sínar sönnu hliðar í kvöld," sagði Hamann sem starfaði sem sérfræðingur á leiknum.

„Eftir að hann klúðraði vítinu byrjaði hann að gráta, í hálfleik framlengingar. Hann telur að þetta snúist bara um hann sjálfan. Þarna er 26 manna leikmannahópur, 20 starfsmenn, 30-40 þúsund áhorfendur. Þetta snýst ekki bara um þig."

„Maður reynir að vera hlutlaus en ég hélt með Slóveníu því ég tel að viðbrögð hans hafi verið vandræðaleg. Ég hef aldrei séð annað eins. Þegar þú ferð að sýna tilfinningar þá er þetta búið. Hann tók vissulega fyrsta vítið í vítakeppninni og gerði það vel, hrós á það en eins og ég segi. Ég var farinn að trúa þessu kjaftæði um að hann væri orðinn liðsmaður."

Ronaldo viðurkenndi í viðtölum eftir leikinn að þetta væri án nokkurs vafa hans síðasta Evrópumót og að tilfinningarnar hefðu borið sig ofurliði eftir vítaklúðrið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner