Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   þri 02. júlí 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barkley mættur til Aston Villa (Staðfest)
Mynd: EPA

Ross Barkley er genginn til liðs við Aston Villa frá Luton.


Þessi þrítugi enski miðjumaður spilaði 32 leiki fyrir Luton í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en mistókst að bjarga liðinu frá falli.

Hann er nú mættur aftur í úrvalsdeildina og mun spila með Aston Villa sem leikur í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rob Edwards stjóri Luton segir að allir hjá félaginu óski honum alls hins besta.

,Það var mikilvægt fyrir hann að spila í úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeildinni. Hann vill líka spila áfram með enska landsliðinu og trúir því að þetta gefi honum besta tækifærið til þess," sagði Edwards.

Barkley er uppalinn hjá Everton en hann spilaði fyrst með Aston Villa á láni frá Chelsea tímabilið 2020-2021. Hann fór síðan til Nice í Frakklandi áður en hann samdi við Luton. Hann á 33 landsleiki að baki fyrir hönd Englands.


Athugasemdir
banner
banner