Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norskur landsliðsframherji til Wolves (Staðfest)
Mynd: Wolves
Norski framherjinn Jörgen Strand Larsen er genginn í raðir Wolves. Hann kemur á árs láni frá Celta Vigo út komandi tímabil og þarf Wolves að kaupa hann ef Strand Larsen uppfyllir ákveðin skilyrði á næstu tólf mánuðum.

Strand Larsen er 24 ára og var einnig orðaður við Roma, Aston Villa og West Ham. Hann kláraði læknisskoðun í gær. Samingur hans við enska félagið mun gilda til 2029 ef hann verur keyptur.

Hann fær treyju númer 9 sem var síðast í notkun á þarsíðasta tímabili og var þá Raul Jimenez í því númeri.

Talið er að Wolves greiði Celta Vigo um 25 milljónir punda ef kaupákvæðið verður virkt.

Strand Larsen er uppalinn hjá Sarpsborg en fór þaðan til Gröningen árið 20020 og svo til Celta Vigo sumarið 2022. Hann á að baki 14 leiki fyrir norska landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner