Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Pogba er ekki búinn"
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: EPA
Pogba er í fjögurra ára banni frá fótbolta.
Pogba er í fjögurra ára banni frá fótbolta.
Mynd: EPA
Paul Pogba segist ætla að berjast gegn því sem hann kallar „óréttlæti".

Pogba var fyrr á þessu ári dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta eftir að hafa tekið inn ólöglegt lyf. Pogba sagðist ekki hafa tekið lyfið viljandi en hann mældist með of hátt magn af testósteróni í líkamanum.

Hann fékk hámarksrefsingu þar sem metið var svo að hann hafi notað ólöglega lyfið viljandi. Lyfið sem hann notaði heitir DHEA en umrætt lyf er ster­a­lyf og það er á bann­lista Alþjóðalyfjaeftirlitsins.

Pogba, sem er 31 árs gamall, ætlar að reyna að snúa aftur í fótbolta.

„Ég er enn fótboltamaður. Ég er enn hérna og ég er jákvæður. Ég er með tækifæri til að berjast gegn óréttlæti. Við sjáum til en ég tel staðan muni batna."

„Pogba er ekki búinn. Mér líður enn eins og fótboltamanni, ég er að æfa og ég reyni að vera jákvæður."

Málið er áfrýjunarferli en Pogba, sem vann HM með Frakklandi árið 2018, vonast til að snúa aftur á fótboltavöllinn fyrr frekar en síðar.
Athugasemdir
banner
banner