Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 17:40
Elvar Geir Magnússon
Vestri og Breiðablik án varnarmanna - Kristinn Freyr í bann
Viktor Örn Margeirsson miðvörður Breiðabliks.
Viktor Örn Margeirsson miðvörður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ananias fékk tveggja leikja bann.
Ananias fékk tveggja leikja bann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjö leikmenn í Bestu deild karla voru úrskurðaðir í bann í dag þar sem þeir hafa safnað fjórum gulum spjöldum.

Viktor Örn Margeirsson varnarmaður Breiðabliks tekur út leikbann þegar Blikar heimsækja Vestra á Ísafjörð á laugardag. Vestramenn verða án fyrirliða síns þar sem Elmar Atli Garðarsson tekur einnig út leikbann.

Á sama tíma leikur HK gegn ÍA á Akranesi og verður Kópavogsliðið án Arnþórs Ara Atlasonar, síns lykilmanns, vegna leikbanns.

Kristinn Freyr Sigurðsson miðjumaður Vals tekur út bann gegn Fylki á laugardaginn.

Birgir Baldvinsson verður í banni þegar KA heimsækir FH á mánudag. Birgir missir því af tveimur leikjum í röð en hann er einnig í banni í bikarleiknum gegn Val í kvöld.

Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings verður í banni í næsta deildarleik sem verður ekki fyrr en 20. júlí (gegn KA) þar sem Íslandsmeistararnir eru á leið í Evrópuverkefni.

Þá verður Adam Örn Arnarson varnarmaður Fram í banni í næsta deildarleik þeirra bláu, gegn KR þann 11. júlí.

Leikmaður Njarðvíkur í tveggja leikja bann
Átta leikmenn í Lengjudeild karla verða í banni í næstu umferð.

Birkir Heimisson lykilmaður Þórs verður í banni þegar liðið fær Gróttu í heimsókn á fimmtudag.

Á sama tíma tekur Fjölnir á móti Keflavík en gestirnir verða með Gunnlaug Fannar Guðmundsson í banni vegna uppsafnaðra áminninga.

Joao Ananias leikmaður Njarðvíkur missti stjórn á skapi sínu og fer í tveggja leikja bann eftir rautt spjald í lok tapleiks gegn Aftureldingu. Erlendur Guðnason fékk rautt á sama tíma en hann fékk eins leiks bann. Njarðvíkingar mæta Grindvíkingum í grannaslag á fimmtudag.

Abdeen Abdul og Amin Guerrero, leikmenn Dalvíkur/Reynis, verða í banni í leik gegn Þrótti í Laugardalnum á laugardag. Birkir Björnsson tekur út bann hjá Þrótturum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 13 4 4 5 19 - 20 -1 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 10 7 2 1 21 - 12 +9 23
2.    Njarðvík 10 6 2 2 22 - 14 +8 20
3.    ÍBV 10 4 4 2 22 - 13 +9 16
4.    Afturelding 10 4 2 4 16 - 19 -3 14
5.    Grindavík 9 3 4 2 17 - 14 +3 13
6.    ÍR 10 3 4 3 13 - 17 -4 13
7.    Leiknir R. 10 4 0 6 13 - 18 -5 12
8.    Keflavík 10 2 5 3 14 - 13 +1 11
9.    Þór 9 2 4 3 13 - 15 -2 10
10.    Grótta 10 2 4 4 16 - 23 -7 10
11.    Þróttur R. 10 2 3 5 14 - 16 -2 9
12.    Dalvík/Reynir 10 1 4 5 11 - 18 -7 7
Athugasemdir
banner
banner