Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
   þri 02. júlí 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Roberto Martínez: Ronaldo fyrirmynd fyrir okkur öll
Roberto Martínez og Cristiano Ronaldo.
Roberto Martínez og Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Hinir ýmsu portúgölsku sparkspekingar kalla eftir því að Roberto Martínez landsliðsþjálfari Portúgals setji Cristiano Ronaldo á varamannabekkinn.

Ronaldo hefur gengið bölvanlega upp við mark andstæðingana á Evrópumótinu. Hann klúðraði vítaspyrnu í framlengingu gegn Slóvenum og brast í grát. Hann náði vopnum sínum fyrir vítakeppnina og skoraði þar í 3-0 sigri. Markvörðurinn Diogo Costa varði allar þrjár spyrnur Slóvena.

Miðað við orð Martínez eftir leik eru engar líkur á því að hann setji 39 ára fyrirliðann á bekkinn.

„Ég þakka honum fyrir að vera eins og hann er, fyrir að vera svona umhugað um hópinn. Þrátt fyrir að hann skoraði ekki úr vítinu þá var ég öruggur um að hann ætti að taka fyrsta vítið í vítakeppninni og sýna vísa okkur leiðina til sigus," sagði Martínez.

„Við erum öll mjög stolt af fyrirliðanum okkar. Klefinn er ánægður með það sem hann hefur gert og hann er okkur öll fyrirmynd. Hann sýnir að við eigum að lifa alla daga eins og hann sé okkar síðasti. Þú þarf að setja háar kröfur. Lífið í fótboltanum gefur þér erfiðar stundir og hvernig hann brást við gerir okkur stolt."

Costa var hetja portúgalska liðsins en Ronaldo hefur tekið sviðsljósið að mestu. Costa hefur því ekki fengið eins mikla athygli og hann á skilið fyrir að vera fyrsti markvörðurinn sem ver þrjár vítaspyrnur í vítakeppni á EM.

„Ég skil vonbrigði Cris. Hann er okkur mikil fyrirmynd. Það er heiður að spila með honum," sagði Costa um Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner