Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
banner
   mán 01. júlí 2024 20:22
Elvar Geir Magnússon
Sem betur fer síðasti leikurinn á ömurlega vellinum í Frankfurt
Völlurinn í Frankfurt er ekki góður.
Völlurinn í Frankfurt er ekki góður.
Mynd: EPA
Yann Sommer markvörður reynir að laga völlinn eitthvað til fyrr á mótinu.
Yann Sommer markvörður reynir að laga völlinn eitthvað til fyrr á mótinu.
Mynd: EPA
Nú stendur yfir leikur Portúgals og Slóveníu í 16-liða úrslitum EM en leikið er á Waldstadion í Frankfurt.

Gestgjafar Þjóðverja fá ekki háa einkunn fyrir grasið sem þeir eru að bjóða uppá fyrir mótið, sérstaklega ekki í Frankfurt. Völlurinn hefur verið mjög lélegur og laus í sér allt mótið og það komið niður á gæðum fótboltans.

Komið hafa upp atvik í leiknum sem nú er í gangi þar sem boltinn lendir á þúfum og það fipar fyrir leikmönnum.

Fjallað hefur verið um að NFL leikir fóru fram á vellinum í nóvember. Í kjölfarið hafi þurft að leggja nýtt gras og það í flýti svo Eintracht Frankfurt gæti leikið heimaleiki sína. Grasið hefur ekki náð sér og er því í slæmu ástandi núna á Evrópumótinu.

Góðu fréttirnar eru þær að leikurinn sem nú er í gangi er síðasti leikurinn á EM sem fram fer á vellinum.

Vellirnir í Hamborg og Dusseldorf hafa einnig verið gagnrýndir en leikið verður á þeim áfram í 8-liða úrslitum. Þeir eru þó alls ekki eins slæmir og völlurinn í Frankfurt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner