Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   þri 02. júlí 2024 22:33
Kári Snorrason
Fylkir gerði vítatilkall undir lok leiks: Fannst hún strauja manneskjuna niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fékk Víkinga í heimsókn á Würth vellinum fyrr í kvöld, leikar enduðu 0-0 en bæði lið fengu góð færi en markmenn beggja liða stóðu sig vel. Þetta var fyrsta stig Fylkis síðan 2. maí.
Gunnar Magnús þjálfari Fylkis kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Víkingur R.

„Þetta er súrsætt, við vildum að sjálfsögðu fá þrjú stig. Við ættum að hafa geta náð í þau við fengum færin til þess. Hörkuleikur, vel tekist á og opinn á köflum. Langt síðan við höfum fengið stig og við virðum þetta stig, vonandi gefur það okkur innspýtingu í framhaldið."

Undir lok leiks gerði Fylkir tilkall til vítaspyrnu en dómari leiksins Bríet Bragadóttir flautaði ekki.

„Mér fannst hún strauja manneskjuna niður. Mér fannst sérstakt að hún sagði að hún hafi farið í boltann, afhverju fer hann þá ekki í horn. Nokkrar undarlegar ákvarðanir í dag eins og gengur og gerist í þessum bolta."

Tinna Brá Magnúsdóttir í marki Fylkis hefur átt frábært tímabil og hún átti góðan dag í dag.

„Hún er búin að vera frábær í sumar og búin að eiga virkilega góða leiki. Hún eins og allir aðrir leikmenn stigu upp í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner