Fylkir fékk Víkinga í heimsókn á Würth vellinum fyrr í kvöld, leikar enduðu 0-0 en bæði lið fengu góð færi en markmenn beggja liða stóðu sig vel. Þetta var fyrsta stig Fylkis síðan 2. maí.
Gunnar Magnús þjálfari Fylkis kom í viðtal eftir leik.
Gunnar Magnús þjálfari Fylkis kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 0 Víkingur R.
„Þetta er súrsætt, við vildum að sjálfsögðu fá þrjú stig. Við ættum að hafa geta náð í þau við fengum færin til þess. Hörkuleikur, vel tekist á og opinn á köflum. Langt síðan við höfum fengið stig og við virðum þetta stig, vonandi gefur það okkur innspýtingu í framhaldið."
Undir lok leiks gerði Fylkir tilkall til vítaspyrnu en dómari leiksins Bríet Bragadóttir flautaði ekki.
„Mér fannst hún strauja manneskjuna niður. Mér fannst sérstakt að hún sagði að hún hafi farið í boltann, afhverju fer hann þá ekki í horn. Nokkrar undarlegar ákvarðanir í dag eins og gengur og gerist í þessum bolta."
Tinna Brá Magnúsdóttir í marki Fylkis hefur átt frábært tímabil og hún átti góðan dag í dag.
„Hún er búin að vera frábær í sumar og búin að eiga virkilega góða leiki. Hún eins og allir aðrir leikmenn stigu upp í dag."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir