Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
   mið 03. júlí 2024 11:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið Víkings og Stjörnunnar - Markvarðabreytingar
Ingvar Jónsson verður væntanlega í markinu.
Ingvar Jónsson verður væntanlega í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosenörn átti mjög góðan leik geng Þór í 8-liða úrslitunum.
Rosenörn átti mjög góðan leik geng Þór í 8-liða úrslitunum.
Mynd: Stjarnan
Stjarnan er að endurheimta Örvar Loga úr meiðslum.
Stjarnan er að endurheimta Örvar Loga úr meiðslum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djuric hefur verið funheitur eftir leikbannið.
Djuric hefur verið funheitur eftir leikbannið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:30 á Víkingsvelli taka heimamenn í Víkingi á móti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin mættust á dögunum í Bestu deildinni og þá valtaði Víkingur yfir Stjörnuna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  5 Stjarnan

Fótbolti.net hefur sett saman líkleg byrjunarlið liðanna fyrir leikinn í kvöld.

Pálmi Rafn Arinbjörnsson hefur varið mark Víkinga í bikarnum en hann spilaði hinsvegar gegn Fram á sunnudag og líklega Ingvar því í markinu í kvöld. Næsti leikur Víkings eftir þennan verður gegn Shamrock í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir viku.


Við spáum þremur breytingum á liði Stjörnunnar. Í líklegu byrjunarliði koma þeir Heiðar Ægisson og Örvar Logi Örvarsson inn í bakverðina og Mathias Rosenörn ver markið. Fyrirliðinn Guðmundur Kristjánsson hefur glímt við meiðsli og er hann ekki í líklegu byrjunarliði.

Guðmundur Baldvin Nökkvason glímir við meiðsli og er sömuleiðis í leikbanni í þessum leik.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner