Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Copa America: Vinicius Junior í banni gegn Úrúgvæ
Mynd: Getty Images

Riðlakeppni Copa America lauk í nótt með tveimur leikjum en Brasilía og Kólumbía gerðu jafntefli en bæði lið komust áfram.


Vinicius Junior fékk að líta gula spjaldið strax á sjöundu mínútu sem þýðir að hann verður í banni í 8-liða úrslitunum þar sem liðið mætir Úrúgvæ.

Fimm mínútum síðar kom Raphinha Brasilíumönnum yfir en Daniel Munoz jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Jefferson Lerma, leikmaður Kólumbíu, verður í banni þegar liðið mætir Panama í átta liða úrslitunum.

Kosta Ríka vann Paragvæ en Kosta Ríka endar með fjögur stig í riðlinum, stigi á eftir Brasilíu sem endaði í 2. sæti. Kólumbía vann riðilinn með sjö stig en Paragvæ rekur lestina án stiga.

Costa Rica 2 - 1 Paraguay

Brazil 1 - 1 Colombia
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner